Knörrinn

306. Knörrinn ex Hrönn EA 258. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023.

Það væsti ekki um Knörrinn í morgunblíðu dagsins við Húsavíkurhöfn.

Þann 9. mars sl. voru 60 ár síðan báturinn var sjósettur hjá Slippstöðinni á Akureyri en hann hét upphaflega Auðunn EA 157. Hann var smíðaður fyrir þá Kristinn Jakobsson og Garðar Sigurpálsson, Hrísey og áttu þeir bátinn í níu ár.

Hér má lesa sögu bátsins sem Norðursigling hefur gert út til hvalaskoðunar frá árinu 1995.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd