Skonnortan Hildur

1354. Hildur ex Héðinn HF 28. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023.

Skonnortan Hildur fór fram fyrir Bökugarðinn í gær til að taka á móti skútunni Tilveru sem var að koma til hafnar á Húsavík í fyrsta skipti.

Fallegt fley Hildur en myndir af Tilveru koma inn á síðuna fyrr en síðar.

Hildur var byggð á Akureyri árið 1974 á Bátaverkstæði Gunnlauga og Trausta. Hét upphaflega Múli ÓF 5. 

Norðursigling keypti bátinn síðla sumars 2009 og um haustið var henni siglt til Engernsund í Danmörku. 

Þar var henni breytt í tveggja mastra skonnortu með bugspjóti. Hildur kom aftur til Húsavíkur um mitt sumar 2010 og hóf siglingar. Hún hefur síðan siglt með farþega við Íslands-, Grænlands- og Noregsstrendur. 

Hildur er 36 brl. að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd