Fjóla BA 150

1192. Fjóla BA 150 ex Fjóla SH 55. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2015.

Fjóla BA 150 var smíðuð árið 1971 hjá Trésmiðju Austurlands hf. á Fáskrúðsfirði. Báturinn er 28 brl. að stærð og átti heimahöfn á Bíldudal.

Um sögu bátsins má lesa á aba.is en hann hefur all tíð borið nafnið Fjóla.

Í Morgunblaðinu 29. september 1971 mátti lesa eftirfarandi frétt:

Í dag var sjósettur 26 lesta bátur hjá Trésmiðju Austurlands hér á Fáskrúðsfirði og hlaut hann nafnið Fjóla BA 150. Eigandi er Erlendur Magnússon, Reykjavik.

Báturinn er frambyggður, smíðaður úr eik og í honum er 170 hestafla Gardnervél. Fjóla verður útbúin fyrir tog, línu og handfæraveiðar. Í bátnum eru öll venjuleg siglingatæki, svo sem ratsjá og dýptarmælir. Báturinn er teiknaður af Agli Þorfinnssyni í Keflavík.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd