
Hugrún ÞH 240 frá Grenivík hét upphaflega Sóley GK 760 og var með heimahöfn í Sandgerði.
Báturinn var smíðaður hjá Bátagerðinni Samtak hf. í Hafnarfirði árið 1987.
Árið 1990 fékk hann nafnið Tindaröst GK 760 og sex árum seinna varð báturinn BA 94 með heimahöfn á Patreksfirði.
Það var svo árið 1997 að báturinn fékk það nafn sem hann ber á myndinni. Hugrún var á Grenivík til ársins 2009 er hún var seld vestur á Drangsnes. Á þessum tíma var bátnum breytt, m.a slegið út að aftan.
Á Drangsnesi hét báturinn áfram Hugrún en varð ST 240.
Frá árinu 2010 hefur báturinn heitið Pálmi ÍS 24 með heimahöfn á Þingeyri.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.