
Grænlenski frystitogarinn Sisimiut GR 6-18 kom upp að ströndum Íslands í kvöld nánar tiltekið við Grindavík.
Jón Steinar sendi drónann til móts við hann og tók meðfylgjandi myndir af togaranum sem var smíðaður árið 2019 hjá skipasmíðastöðinni í Astilleros de Murueta í Bilbao á Spáni.
Sisimiut er er 82,05 metra langur og 17,3 metra breiður og er heimahöfn hans Nuuk.


Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution