Harðbakur EA 303

1412. Harðbakur EA 303. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Harðbakur EA 303 kemur hér upp að slippkantinum á Akureyri um árið og kallarnir klárir með endana.

Togarinn var smíðaður í San Juan skammt frá San Sebastian á Norður-Spáni fyrir Útgerðarfélag Akureringa h/f.

Harðbakur, sem var síðastur Spánartogaranna sex af stærri gerðinni, kom til heimahafnar á Akureyri þann 26. mars árið 1975.

Útgerðarfélag Akureyringa h/f. fékk einnig næst síðasta skuttogarann sem smíðaður var af þessari gerð, Kaldbak EA 301.

Bæjarútgerð Reykjavíkur fékk þrjá og Bæjarútgerð Hafnarfjarðar einn.

Harðbakur var EA 303 til ársins 1999 er það breyttist í EA 3 og árið 2008 var hann seldur og breytt í rannsóknarskip sem fékk nafnið Poseidon.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd