
Þórir VE 16 hét upphaflega Dagur RE 71 og var smíðaður í Danmörku árið 1946.
Báturinn, sem var 65 brl. að stærð var seldur til Hafnarfjarðar árið 1954 þar sem hann fékk nafnið Ársæll Sigurðsson GK 320.
Árið 1964 var báturinn seldur innanbæjar í Hafnarfirði og fékk þá nafnið Sigurjón Arnlaugsson GK 16.
Það var svo árið 1979 sem báturinn fékk nafnið sem hann ber á myndinni, Þórir VE 16 og það var hans síðasta nafn.
Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skipaskrá haustið 1986.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.