
Guðrún Björg ÞH 60 kemur hér úr rækjutúr sumarið 1999 en það var Flóki ehf. sem gerði bátinn út.
Upphaflega hét hann Glófaxi NK 54. Smíðaður í Danmörku árið 1955 og var með heimahöfn í Neskaupstað.
Í desember 1969 keypti Eskey h/f á Hornafirði bátinn og nefndi Eskey SF 54.
Haustið 1982 fær báturinn nafnið Geir ÞH 150 þegar hann var keyptur til Þórshafnar. Þar var hann til ársins 1994 er hann var keyptur af Flóka ehf. til Húsavíkur og fékk nafnið Guðrún Björg ÞH 60.
Haustið 1999 keypti Flóki ehf. Dalaröst ÁR 63 af Árnesi hf. og gekk Guðrún Björg upp í kaupin.
Báturinn hét eftir það Guðrún Björg BA 31, Eyjanes GK 131 og síðasta nafn Brokey BA 336.
Brokey BA 336 var tekin af skipaskrá í árslok 2011 eftir að hafa legið um langa hríð í Reykjavíkurhöfn.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution