Sigurvon ST 54

922. Sigurvon ST 54 ex Sigurbára VE 249. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Sigurvon ST 54 hét upphaflega Þorlákur ÍS 15 og var smíðaður í Danmörku árið 1957. Eigandi Græðir hf. í Bolungarvík.

Báturinn, sem var 64 brl. að stærð, var seldur á Eyrarbakka árið 1965 þar sem hann fékk nafnið Þorlákur helgi ÁR 11.

Frá Eyrarbakka fór báturinn árið 1980 og nýja heimahöfnin var Grindavík. Báturinn fékk nafnið Búðanes GK 101.

Árið 1984, um sumarið, var Búðanesið selt til Vestmannaeyja þar sem báturinn fékk nafnið Sigurbára VE 249.

Í lok þessa sama árs fékk báturinn nafnið Sigurvon ST 54 með heimahöfn á Hólmavík.

Haustið 1987 er Sigurvon ST 54 aftur komin til Vestmannaeryja en heldur skráningu sinni.

Sigurvon ST 54 strandaði í Viðlagavík í Vestmannaeyjum í nóvember 1988 en náðist á flot.

Báturinn fór í úreldingu árið 1989.

Haukur Sigtryggur sendi miða:

Skipasmíðastöð: Skipsværft Frederikssund. Danmörk 1957. 1970 = Brúttó: 64. U-þilfari: 58. Nettó: 17. Lengd: 20,56. Breidd: 5,65. Dýpt: 2,61. Nýskráður 13.09.1957. Mótor 1957 Alpha 280 hö. Ný vél 1973 Caterpillar 317 kw. 431 hö. Þorlákur ÍS 15. Útg: Græðir h.f. Bolungarvík. (1957 -1965). Þorlákur ÍS 12. Útg: Græðir h.f. Bolungarvík.

(1965). Þorlákur Helgi ÁR 11. Útg: Vigfús Jónsson o.fl. Eyrarbakka. (1965 – 1973). Þorlákur Helgi ÁR 11. Útg: Einarshöfn h.f. Eyrarbakka. (1973 – 1975). Þorlákur Helgi ÁR 11. Útg: Hafliði h.f. Þorlákshöfn. (1975 – 1976). Þorlákur Helgi ÁR 11. Útg: Einarshöfn h.f. Eyrarbakka. (1976 – 1980). Búðanes GK 101. Útg: Guðmundur Haraldsson. Grindavík. (1980 – 1984). Sigurbára VE 249. Útg: Ólafur B. Halldórsson o.fl. Vestmannaeyjum. (1984).

Sigurvon ST 54. Útg: Rækjan h.f. Hólmavík. (1984 – 1988). Sigurvon ST 54. Útg: Sigurbjörn Hilmarsson. Vestmannaeyjum. (1988). Strandar í Viðlagavík 08.11.1988. Mannbjörg. Fargað 04.09.1989.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd