Ísey ÁR 11 kemur til hafnar í dag

1458. Ísey ÁR 11 ex Kristbjörg ÁR 11. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Dragnótabáturinn Ísey ÁR 11 kom til hafnar í Grindavík undir kvöld og Jón Steinar tók á móti henni með myndavélina á lofti.

Ísey ÁR 11 er í eigu Saltabergs ehf. sem nýverið endurnefndi bátinn sem áður hét Kristbjörg ÁR 11.

Báturinn hét upphaflega Langanes ÞH 321 og var smíðaður hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar h/f árið 1976. Hann var fjórði báturinn sem stöðin smíðaði í þessum stærðarflokki en hann mældist 101 brl. að stærð. Hann mælist 160 BT í dag.

1458. Farsæll SH 30 ex Langanes ÞH 321 eins og báturinn leit upphaflega út. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Í ágústmánuði 1978 voru höfð bátaskipti sem leiddu til þess að Langanes ÞH 321 varð Farsæll SH 30 frá Grundarfirði. Farsæll SH 30 (586) sem upphaflega hét Guðbjörg ÍS 46 fór til Þórshafnar og fékk nafnið Langanes ÞH 321.

Síðar átti Farsæll SH eftir að heita Ársæll SH 88, Egill Halldórsson SH 2, Gulltoppur GK 24, Kristbjörg ÁR og nú Ísey ÁR 11.

1458. Ísey ÁR 11 ex Kristbjörg ÁR 11. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ein athugasemd á “Ísey ÁR 11 kemur til hafnar í dag

  1. Sæll Hafþór.Langanes var útbúið til rækljuveiða og það var að ég held suðupottur þar um borð þegar að hann var byggður á sínum tíma hjáVélsmiðju Seyðisfjarðar.Ætli hann hafi þá ekki verið fyrsta rækjufrystiskip hér við land.

    Líkað af 1 einstaklingur

Færðu inn athugasemd