
Frystitogarinn Berlin NC 105 kom til Reykjavíkur í sumar og tók Óskar Franz þessar myndir við það tækifæri.
Skipið var smíðað hjá Myklebust skipasmiðastöðinni í Noregi fyrir Deutsche Fischfang Union, DFFU, dótturfélags Samherja í Þýskalandi, og er systurskip Cuxhaven NC100.
„Skipin voru hönnuð af Rolls Royce, sem einnig framleiddi aðalvélarnar. Þau eru 81 metri að lengd og 16 metra breið. Skipin eru mjög fullkomin á allan hátt hvað varðar vélbúnað, vinnslu og aðbúnað áhafnar, sem getur orðið allt að 35 manns. Vinnsludekk skipanna voru hönnuð og smíðuð af Slippnum á Akureyri og Optimar í Noregi. Fiskvinnsluvélar eru frá m.a. Vélfagi á Ólafsfirði og Marel. Frystikerfi,búnaður og öll lagnavinna er frá Kælismiðjunni Frost á Akureyri og fiskimjölsverksmiðjan er framleidd af Héðni hf.“. Segir á heimasíðu Samherja en félög í eigu fyrirtækisins eiga einnig Kirkella H 7 og Emeraude SM 934017 sem eru sömu gerðar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í stærri upplausn.
Ein athugasemd á “Berlin NC 105”